Kertastjakasýning

Friðrik Tryggvason

Kertastjakasýning

Kaupa Í körfu

Allir fá þá kerti og spil...“ Það hafa líklega flestir sungið þessar jólalagslínur einhvern tímann á ævinni og víst er að kertaljós eru fastur hluti aðventunnar í huga margra. Ekki er heldur verra ef kertunum er fyrirkomið í fallegum stjökum, enda flöktandi birta frá lifandi ljósi góð leið til að skapa hlýlega stemningu. Hún ætti því að verða ansi hlýleg stemningin í Grensáskirkju nú um helgina, en eftir messu þennan fyrsta sunnudag í aðventu er opnuð þar sýning á kertastjökum. Stjakarnir eru í öllum stærðum og gerðum og eiga það sameiginlegt að vera handgerðir, enda verk félaga í Leirlistafélaginu. Lengi vel hélt Leirlistafélagið bara sýningar þegar stór tilefni voru til, afmæli til dæmis, segir Ragnheiður Ingunn Ágústdóttir sem tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara í Grensáskirkju ásamt Elísabetu Magnúsdóttur. MYNDATEXTI Leirlistamenn Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir og Elísabet Magnúsdóttir segja samsýningar Leirlistafélagsins gefa þeim gott tækifæri til að fylgjast með því sem aðrir félagar eru að gera

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar