Kertastjakasýning

Friðrik Tryggvason

Kertastjakasýning

Kaupa Í körfu

Allir fá þá kerti og spil...“ Það hafa líklega flestir sungið þessar jólalagslínur einhvern tímann á ævinni og víst er að kertaljós eru fastur hluti aðventunnar í huga margra. Ekki er heldur verra ef kertunum er fyrirkomið í fallegum stjökum, enda flöktandi birta frá lifandi ljósi góð leið til að skapa hlýlega stemningu. Hún ætti því að verða ansi hlýleg stemningin í Grensáskirkju nú um helgina, en eftir messu þennan fyrsta sunnudag í aðventu er opnuð þar sýning á kertastjökum. Stjakarnir eru í öllum stærðum og gerðum og eiga það sameiginlegt að vera handgerðir, enda verk félaga í Leirlistafélaginu. Lengi vel hélt Leirlistafélagið bara sýningar þegar stór tilefni voru til, afmæli til dæmis, segir Ragnheiður Ingunn Ágústdóttir sem tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara í Grensáskirkju ásamt Elísabetu Magnúsdóttur. MYNDATEXTI Voldugir Þeir taka sig vel út í kirkjunni þessir stóru stjakar og gætu alveg hafa verið sérhannaðir inn í kirkjulegt umhverfið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar