Bónus gefur 25 milljónir

Sverrir Vilhelmsson

Bónus gefur 25 milljónir

Kaupa Í körfu

"Skylda kaupmanna að gefa til samfélagsins" UNDANFARIN ár hefur Jóhannes Jónsson, forstjóri Bónuss, fært félagasamtökum sem helga sig aðstoð við bágstadda jólaglaðning. Ekki var undantekning á því í ár og færði Jóhannes Mæðrastyrksnefndum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Kópavogs og Akureyrar, auk Hjálparstarfs kirkjunnar, jólaglaðning að verðmæti 25 milljónir króna í verslun Bónuss í Garðabæ í gær. MYNDATEXTI: Glaðningur Sigurfljóð Skúladóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, tekur við jólaglaðningi frá Jóhannesi Jónssyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar