Hafransóknastofnun

Hafransóknastofnun

Kaupa Í körfu

ÞORSKSTOFNINN er ekki að hjarna við samkvæmt niðurstöðum Hafrannsóknastofnunar úr stofnmælingu botnfiska í haust. Heildarvísitala þorsks lækkaði um 20% frá haustmælingunni í fyrra og hefur lækkað um 34% frá 2004. MYNDATEXTI ÁRLEGUM fundi samstarfshóps um þorskrannsóknir lauk í gær. Þar ræddu málin sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar og um 15 skipstjórnarmenn og útgerðaraðilar. Í frétt af fundunum segir m.a.: Fram kom í máli skipstjórnarmanna, og var það stutt með gögnum frá vinnslu, að hlutfallslega væri nú veitt meira af smáþorski vegna aukinnar sóknar í ýsu á grunnslóð. Vaxandi hlutfall smáþorsks í afla kemur einnig fram í gögnum Hafrannsóknastofnunarinnar. Menn voru almennt sammála að þessi breyting á sóknarmynstri væri áhyggjuefni og þyrfti að skoða nánar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar