Auður Ólafsdóttir
Kaupa Í körfu
FYRIR mér er karlmennska annars ofboðslega langt frá því að spóla um á stórum dekkjum. Þá er eitthvað að í þroska viðkomandi einstaklings. Í öllum mínum bókum má sjá þá hugmynd að enginn dagur sé venjulegur, engin manneskja venjuleg og að þversagnir geri okkur mannleg. Þess vegna er bókin full af dálítið ólíkindalegum mannlegum samskiptum. Það er ekki allt rökrænt í sálarlífi mannsins. Svo mælist Auði A. Ólafsdóttur listfræðingi og rithöfundi í viðtali við Einar Fal Ingólfsson í Lesbók í dag, en umræðuefnið er þriðja skáldsaga Auðar, Afleggjarinn. Sagan segir frá 22 ára manni sem heldur út í heim með þrjá rósaafleggjara, og tekur stefnuna á fornan rósagarð í óræðu þorpi sunnar í álfunni. Auður segir Einari Fali frá frelsinu sem felst í því að dikta upp nýjan heim, frá sögunni sjálfri og ekki síst þeirri trúarlegu táknfræði sem hún leikur sér með í sögunni, þar á meðal táknmáli rósarinnar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir