Aðalbjörg Guðgeirsdóttir

Aðalbjörg Guðgeirsdóttir

Kaupa Í körfu

TR synjaði um styrk til að kaupa viðbótartæki við hjólastólinn EF ég væri með blóðrásarvandamál, hormónabreytingar, blóðþynningu eða veik vegna ofþyngdar gæti ég fengið tækið afgreitt án vandræða, segir Aðalbjörg Guðgeirsdóttir, sem hlaut mænuskaða í bílslysi fyrir rúmum tuttugu árum, en Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar synjaði umsókn Aðalbjargar um að fá greitt viðbótartæki við hjólastól sinn á grundvelli þess að fötlun hennar væri ekki af réttum toga. Um er að ræða svokallað Speedy-Duo2-tæki sem fest er framan á hjólastóla. Ljóst er að það myndi auðvelda Aðalbjörgu útivist og gera henni kleift að hreyfa sig meira en ella. Með Aðalbjörgu á myndinni eru dóttir hennar, Helga Valtýsdóttir, og hundurinn Rex.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar