Mænuskaðastofnun Íslands stofnuð

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mænuskaðastofnun Íslands stofnuð

Kaupa Í körfu

Að ná þessum áfanga er mjög góð tilfinning. Þetta hefur verið ofboðslega löng barátta og við höfum þurft að fara yfir margar hindranir. En allt er þetta að koma. Þetta segir Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur sem hefur í mörg ár barist fyrir því að fé til rannsókna á mænuskaða í heiminum verði aukið. Áfangasigur náðist í baráttunni í gær þegar Mænuskaðastofnun Íslands tók til starfa að tilstuðlan hennar og dóttur hennar, Hrafnhildar Thoroddsen, sem hlaut mænuskaða fyrir mörgum árum. Aðrir stofnendur eru heilbrigðisráðuneytið, Seltjarnarnesbær, Exista og FL Group. Berglind Skúladóttir Sigurz er framkvæmdastjóri stofnunarinnar. MYNDATEXTI Mænuskaðastofnunin kynnt á fundi í gær. F.v.: Berglind Skúladóttir Sigurz, framkvæmdastjóri, Auður Guðjónsdóttir brautryðjandi, Vigdís Finnbogadóttir verndari og Júlíus Þorfinnsson hjá FL Group.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar