Innréttingar í Imslandsverslun

Steinunn Ásmundsdóttir

Innréttingar í Imslandsverslun

Kaupa Í körfu

EKKI er til nein heildarúttekt á fjölda gamalla innréttinga hérlendis sem teljast hafa menningarsögulegt gildi né er til heildaryfirlit yfir hvar þær er að finna á landinu. Þetta segir Nikulás Úlfar Másson, arkitekt og forstöðumaður húsafriðunarnefndar. Segir hann ljóst að það sé aðkallandi mál að farið verði í slíka úttekt hið fyrsta til þess að hægt sé að átta sig á fjöldanum, hvar innréttingarnar séu niður komnar og hvort að þeim steðji hugsanlega einhver ógn, til þess að koma í veg fyrir samskonar slys og varð á Seyðisfirði þegar 110 ára gömul verslunarinnrétting á Hafnargötu 11 var rifin niður í leyfisleysi. Undir þetta sjónarmið taka bæði Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður. MYNDATEXTI Stöðvuðu niðurrifið Íbúar á Seyðisfirði brugðust hart við sl. mánudag þegar verktakar á vegum ÁTVR hófu að rífa niður elstu verslunarinnréttingu Íslands í Hafnargötu 11. Byggingarfulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar segir enga beiðni um framkvæmdina hafa borist sér

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar