KR - Keflavík

Friðrik Tryggvason

KR - Keflavík

Kaupa Í körfu

MONIQUE Martin, leikmaður KR, hélt körfuknattleikssýningu fyrir áhorfendur í Vesturbænum í gærkvöldi, þegar hún skoraði 65 stig í sigri liðsins á Keflavík í toppslag Iceland Express-deildar kvenna. Engum öðrum leikmanni hefur tekist að skora sextíu stig eða meira í leik í efstu deild kvenna hérlendis en til gamans má geta að metið hjá körlunum er 70 stig. Ekki nóg með að Martin tækist að setja stigamet heldur gerði hún það gegn sigursælasta félaginu í íslenskum kvennakörfuknattleik. Lokatölur urðu 90:81 og skoraði Martin því um 70% af stigum liðsins. MYNDATEXTI Monique Martin gerði 65 stig í gær þegar KR lagði Keflavík og skaust á toppinn í Iceland Express deild kvenna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar