Lakkrísmyndlist

Lakkrísmyndlist

Kaupa Í körfu

Myndlistaskólanum í Reykjavík sitja fimm krakkar í kringum borð sem svignar undan sælgæti. Þarna eru lakkrísrenningar á stærð við diskamottur og skálar fullar af hlaupkúlum og slöngum frá Kólus og Nóa-Síríus. Krakkarnir eru niðursokknir í að skapa litrík, ilmandi og væntanlega ljúffeng listaverk úr góðgætinu. Þau eru öll blind eða sjónskert og nemendur á myndlistarnámskeiði þar sem unnið er á þeirra forsendum. Hér ræður áferð efniviðarins ferðinni, lykt hans og lögun. MYNDATEXTI Nemendurnir, sem eru blindir og sjónskertir, nutu sín við að skapa fjölbreytileg og litskrúðug listaverk úr ilmandi hlaupkúlum og lakkrís.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar