Bechtel afhendir álver

Steinunn Ásmundsdóttir

Bechtel afhendir álver

Kaupa Í körfu

Reyðarfjörður | Bechtel hefur nú lokið byggingu álversins á Haga í Reyðarfirði og afhenti Alcoa Fjarðaáli það með formlegum hætti í gær. Áætlaður framkvæmdatími stóðst og kostnaðaráætlun hefur haldið. Bechtel og íslenska verkfræðisamsteypan HRV hönnuðu og reistu álverið og er það stærsta einkaframkvæmd á Íslandi til þessa. Skóflustunga var tekin að framkvæmdinni 8. júlí árið 2004 og framkvæmdir hófust í október. Álverið hóf framleiðslu í apríl sl. og það var formlega vígt í júní. MYNDATEXTI Að skilnaði Tómas Már Sigurðsson gaf þeim Donald Cameron og Warren McKenzie að skilnaði ljósmynd af álverinu og bók um list Kjarvals

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar