Árni Björnsson

Árni Björnsson

Kaupa Í körfu

Inntakið er auðvitað dálítið fálm út í myrkrið því það eru ekki til neinar skriflegar samtímaheimildir um jólahald í heiðnum sið. Ég velti hinsvegar upp þeirri spurningu hvort óhætt sé að treysta þeirri munnlegu geymd, sem birtist í Íslendingasögum og skráðar voru tvö til þrjú hundruð árum eftir að atburðir áttu að eiga sér stað. Ég tel það ótvírætt að menn hafi haldið jól í heiðnum sið og kem til með að leiða rök að því auk þess sem ég velti fyrir mér tímasetningu hátíðarinnar, jólaskreytingum, skemmtunum, hugsanlegum helgiathöfnum og síðast en ekki síst hvað var etið og drukkið, segir dr. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, sem ætlar að flytja fyrirlestur undir yfirskriftinni Jól í heiðnum sið á Landnámssýningunni í Reykjavík MYNDATEXTI Kannski hefur geirfuglinn verið rjúpa fornmanna, en hér má sjá bæði geirfuglsbein og rostungstönn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar