Hnotubrjóturinn í Háskólabíói
Kaupa Í körfu
ÉG hefði líka farið að skæla í sporum Klöru. Þessi furðumaður, herra Drosselmeyer sem kom í heimsókn á aðfangadagskvöld, gaf öllum í fjölskyldunni jólagjöf – nema henni. Og svo... þegar hann var loksins búinn að töfra fram handa henni æðislegan hnotubrjót, þurfti ótætis litli bróðir, hann Frank, að mölva hann í eintómri öfundsýki. Frekar lásí jól það. Ég get varla ímyndað mér að Klara hafi verið í góðu skapi þegar hún fór að sofa. En... hókus, pókus... það var þá sem ævintýrið lifnaði við, og þegar upp var staðið var einmitt þessi jólanótt sú allra besta í lífi Klöru. Þessi frábæri ballett, Hnotubrjóturinn eftir Pjotr Tsjaíkovskí, verður aðalefnið á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í dag kl. 14 og 17. MYNDATEXTI Elsa M. Hilmarsdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir og Jóhanna D. Stefánsdóttir dansa kínverska te-dansinn.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir