Hafþór Yngvason safnstjóri

Einar Falur Ingólfsson

Hafþór Yngvason safnstjóri

Kaupa Í körfu

ÁKVEÐIÐ hefur verið í borgarráði að hækka þá upphæð sem Listasafn Reykjavíkur hefur til listaverkakaupa um þrjár milljónir króna á ári. Að sögn Hafþórs Yngvasonar safnstjóra hefur safnið haft tæpar 15 milljónir króna til kaupa á ári upp á síðskastið og hefur sú upphæð staðið í stað. Á næsta ári mun safnið því hafa tæpar 18 milljónir króna til ráðstöfunar. Það er áhugi og skilningur hjá borginni á því að upphæðin þurfti að hækka og vonandi verður hún tengd verðlagsþróun og hækkar í samræmi við aðrar hækkanir, segir Hafþór. MYNDATEXTI Við erum ekki að keppa við stórfyrirtæki um gömlu meistarana en við fylgjumst vel með í núinu. Við förum á vinnustofur listamanna, fylgjumst með sýningum og því sem er að gerast, segir Hafþór Yngvason.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar