Sjúkrahúsið á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Sjúkrahúsið á Akureyri

Kaupa Í körfu

NÝTT húsnæði á þremur hæðum var í gær formlega tekið í notkun í Suðurálmu Sjúkrahússins á Akureyri, á ársfundi stofnunarinnar. Í álmunni verður m.a. barna- og unglingageðdeild, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkraflutningaskólinn, móttaka fyrir sykursjúka, skrifstofur sjúkrahússins og kapella, en hún var einmitt vígð í gær. MYNDATEXTI Kvaddar með virktum Sex af átta starfsmönnum sem heiðraðir voru sátu ársfundinn í gær. Frá vinstri: Halldór Jónsson forstjóri, Vilborg Guðrún Þórðardóttir, Valgerður Franklín, Inga Magnúsdóttir, Heba Ásgrímsdóttir, Auður Ólafsdóttir, Amalía Jónsdóttir og Bjarni Jónasson starfsmannastjóri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar