Danmörk - Ísland 6:0
Kaupa Í körfu
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, eftir ósigurinn fyrir Dönum í Kaupmannahöfn - Ég er tilbúinn að vera áfram "DANIR eru með lið sem er í mjög háum gæðaflokki - við áttum engin svör við að þessu sinni. Ég man hreinlega aldrei eftir liði sem hefur spilað af svona miklum ákafa á móti okkur. Þeir tættu okkur hreinlega í sig enda líkamlega sterkir og mjög fljótir. Sjálfir segja Danir að þetta sé þeirra besti leikur í áraraðir og ég er ekkert hissa á því. Það eru sjálfsagt margar skýringar á því hvernig fór og ein er sú að liðið okkar virtist bara fara á taugum. Fyrir marga þessara stráka er ekkert sjálfgefið að koma inn í svona umhverfi. Stemmningin í Parken var ólýsanleg. Hún getur verkað þannig á menn að þeir komist í þann gír að leikmenn standist pressuna en svo er líka hægt að brotna niður eins og við gerðum," sagði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið. MYNDATEXTI: Tomas gravesen er hér búinn að senda knöttinn yfir Árna Gaut Arason markvörð sem liggur á vellinum ásamt Pétri Hafliða Marteinssyni en Gravesen sem er fyrir aftan stöng fagnar um leið og knötturinn fer inn yfir marklínu Íslands, 3-0
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir