Kramhúsið jólasýning

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Kramhúsið jólasýning

Kaupa Í körfu

JÓLAGLEÐI Kramhússins er árlegur viðburður á aðventunni. Uppskeruhátíð var haldin síðastliðið laugardagskvöld og lögðu bæði nemendur og kennarar Kramhússins sitt af mörkum til að framreiða fjölþjóðlegan menningarhristing að hætti hússins. Þarna stigu hversdagsstjörnur á svið og sýndu líkamsmennt. Dansatriðin voru hin fjölbreyttustu og boðið upp á allt frá eldfornum afródansi og sígildum tangó til póstmódernísks skrykkdans úr Vesturheimi. Eftir andlegan glaðning var boðið upp á hollan saðning.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar