Jólasöngfundur á Ásum

Friðrik Tryggvason

Jólasöngfundur á Ásum

Kaupa Í körfu

Forskot tekið á sæluna með litlu jólunum SANNKALLAÐUR jólaandi sveif yfir vötnum á jólasöngfundi sem haldinn var í leikskólanum Ásum í Garðabæ í gær. Þessa kærkomnu stemningu er líklegast víða að finna á litlu jólunum sem eru haldin út um borg og bý þessa dagana. Á Ásum var gengið í kringum fagurskreytt jólatré, auk þess sem hefð er fyrir því að bjóða upp á tónlist er börnin ganga inn á jólafundinn. Það voru Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Kristinn Árnason gítarleikari sem spiluðu að þessu sinni fyrir börnin sem launuðu þeim með því að syngja dátt með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar