Nemendur Kársnesskóla færa ABC styrk

Friðrik Tryggvason

Nemendur Kársnesskóla færa ABC styrk

Kaupa Í körfu

Nemendur þriggja grunnskóla styðja börn í neyð erlendis NEMENDUR í þremur grunnskólum söfnuðu fé fyrir ABC-barnahjálp í stað þess að gefa hver öðrum gjafir fyrir þessi jól. Nemendurnir eru í Kársnesskóla, Álftanesskóla og Hamraskóla. Fjármunirnir verða nýttir á heimili barnahjálparinnar í Kenýa á El Shaddai- barnaheimilinu við Chennai á Indlandi og til hjálpar götudrengjum í Senegal. Samtals söfnuðust nálægt 300 þúsund krónur í þessum þremur skólum og vill ABC-barnahjálp koma á framfæri innilegu þakklæti til nemendanna sem stóðu að söfnuninni. Myndin er tekin í Kársnesskóla. Með nemendum á myndinni er Guðrún Margrét Pálsdóttir formaður ABC.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar