Aurskriða í Eyjafjarðarsveit
Kaupa Í körfu
ÞAKKLÆTI, segja hjónin í Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit nánast samhljóða, þegar spurt er hvað þeim sé efst í huga, en í gær var eitt ár liðið síðan stór aurskriða féll úr fjallinu ofan bæjarins og eyðilagði tvö útihús auk þess sem íbúðarhúsið skemmdist töluvert. Hjónin Óskar Kristjánsson og Rósa María Tryggvadóttir voru heima ásamt yngsta syni sínum þegar fyrsta skriðan féll eldsnemma morguns 20. desember, en komust burt við illan leik. Skriðan gjöreyðilagði gamalt fjós og bragga. Fimmtán kálfar drápust en annar búpeningur slapp. Skemmdir urðu á íbúðarhúsinu, búseta var ekki leyfð þar um hríð og þau fengu inni annars staðar. Óskar, Rósa María og sonurinn Tryggvi fluttu ekki aftur heim fyrr en í maí. MYNDATEXTI 20. desember 2007 Óskar Kristjánsson, Rósa María Tryggvadóttir og Tryggvi, yngsti sonur þeirra, heima í Grænuhlíð í gær. Steinninn kom í ljós þegar leðju var mokað af túninu. Hann hafði komið niður fjallið í flóðinu
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir