Fjölskylduhjálp Íslands

Friðrik Tryggvason

Fjölskylduhjálp Íslands

Kaupa Í körfu

LINDA Pétursdóttir hjá Iceland Spa & fitness, fyrrum alheimsfegurðardrottning og verndari FÍ, færði nýlega skjólstæðingum Fjölskylduhjálpar Íslands glæsilega gjöf frá Iceland Spa & Fitness að andvirði 930.000 krónur í formi 100 mánaðarkorta að eigin vali í líkamsræktarstöðvum fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu segir að þessi gjöf skipti gríðarlega miklu máli fyrir það eitt að beina sem flestum á braut heilbrigðs lífernis. Það sé ekki á færi allra að njóta þjálfunar í líkamsræktarstoð. Gjafir sem koma undan jólatrjánum í Kringlunni og Smáralind séu af skornum skammti fyrir aldurinn 14 til 20 ára og því sé þessi gjöf himnasending sem muni gleðja margan unglinginn um þessi jól

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar