Hitamyndavél Ísmark

Hitamyndavél Ísmark

Kaupa Í körfu

Um árabil hefur hitaskynjunartæknin (Thermal Imaging) nánast eingöngu verið notuð í hernaði til að sjá hluti, menn og dýr, hvort heldur er í myrkri eða í dagsljósi. Á síðustu árum hefur umrædd tækni þróast á þann veg að hægt er að fá mjög fyrirferðarlitlar hitamyndavélar á verði sem gerir mögulegt að nýta þær til gagns og öryggis fyrir almenning. Tæknin byggist á því að allir hlutir gefa frá sér mismunandi hita sem að þessi ofurnæmu tæki skynja og byggja upp mynd þótt í niðamyrkri sé. Búnaðurinn nemur sérstaklega manneskjur og dýr hvort heldur í birtu eða myrkri. Þá hefur tæknin verið notuð mikið við leit og björgun í sjó, jöklum og víðar. Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa til að mynda notast við þennan búnað um árabil við þeirra störf. Einnig hafa hitamyndavélar verið notaðar til að sjá hvort einangrun húsa er nægileg, hitalagnir í jörðu séu í lagi eða hvort bilun er í háspennumannvirkjum eða öðrum raflögnum MYNDATEXTI Pálmi Hannesson hjá Ísmar sýnir hitmyndavélina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar