Allt stopp á Sæbraut

Allt stopp á Sæbraut

Kaupa Í körfu

ÓVENJU þung umferð var á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var ástandið óvenju slæmt, því í gær var þung umferð á öllum stóru umferðaræðunum. Jafnvel Sæbrautin, sem er alla jafna greiðfær, tepptist. Mikil umferð var einnig við Smáralind. Margir bílstjóranna voru að sögn lögreglu fremur óþreyjufullir. Ekki urðu þó fleiri óhöpp en vanalega á þessum tíma, svo segja má að umferðin hafi gengið vel eftir atvikum. Lögreglan býst við mikilli umferðarös fram að jólum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar