Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður

Kaupa Í körfu

TRYGGVI Ólafsson myndlistarmaður er á fullu þessa dagana að árita nýútkomna bók um eigin verk, Tryggvi Ólafsson – Málverk í 20 ár. Í henni eru myndir af um tíunda hluta þeirra málverka sem Tryggvi hefur málað á seinustu 20 árum, ásamt formála eftir listfræðingana Aðalstein Ingólfsson og Peter Michael Hornung. Tryggvi hefur verið búsettur í Danmörku í 45 ár en segist þó ekki orðinn danskur, verði það aldrei. ,,Ég sagði við eitthvert blað hérna í Reykjavík fyrir nokkrum árum að mér hefði aldrei tekist að verða danskur og aldrei tekist að verða fyllibytta,segir Tryggvi kíminn. ,,Án þess að vera með sjálfshól, bætir hann við. MYNDATEXTI Tryggvi að árita bók sína í Gallerí Fold fimmtudaginn s.l, hress og kátur að vanda. Hann stefnir að því að flytja til Íslands á nýju ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar