Rósabændur
Kaupa Í körfu
ÞETTA hefur heldur skánað og búið að vera þungt undanfarin ár, segir Emil Gunnlaugsson rósabóndi á Flúðum um blómasöluna fyrir þessi jól. Ég held að fólk hafi nú meira á milli handanna. Emil segir að á síðustu fimm til átta árum hafi fækkað í stéttinni, enda rekstrarumhverfið erfitt. Framleiðni hafi verið aukin og reynt að draga úr kostnaði. Nú sé markaðurinn að glæðast og meira að gera í október, nóvember og jólamánuðinum en undanfarin ár. Með Emil á myndinni eru þau Hildur og pólski rósapakkarinn Tomasz, sem starfar hjá Emil ásamt konu sinni. Emil segir jólastjörnuna hafa verið vinsæla í aðdraganda jólanna fyrr á árum en sala á henni hafi dalað. Nú vilji margir rauðar rósir. Neytendur vilji öll litbrigði af rósum, túlípana og hýasintur til að prýða híbýli sín um hátíðarnar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir