Barnamessa í Grafarvogskirkju

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Barnamessa í Grafarvogskirkju

Kaupa Í körfu

BARNAMESSA Grafarholtskirkju var vel sótt í gær en þar hlýddu hátt í 100 manns á yngri fiðlusveit Tónlistarskóla Grafarvogs spila, undir stjórn Wilmu Young. Þær Diljá Baldursdóttir, Birna Heiðarsdóttir, Sara Margrét Brynjarsdóttir, Guðrún Gígja Aradóttir og Sigríður Þórdís Pétursdóttir léku Vetrarsyrpu eftir Lesu Longay og Jólasyrpu og Signý Guðbjartsdóttir tók undir tóna þeirra með söng. Helgihald þjóðkirkjunnar verður um allt land yfir hátíðarnar og verður víða messað í öllum sóknarkirkjum prestakalla þó sumir söfnuðir séu ívið smærri en aðrir. Messur og helgistundir verða á bilinu sex til sjö hundruð 24. til 26. desember, ásamt áramótamessum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar