Strætóskýli á Nýbýlavegi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Strætóskýli á Nýbýlavegi

Kaupa Í körfu

ILLMÖGULEGT hefur verið að komast að strætóskýlinu á Reykjanesbraut, á móts við Nýbýlaveg, síðustu mánuði en þar hafa framkvæmdir staðið yfir og hefur því verið lokað fyrir gönguleið að strætisvagnaskýlinu. Eina leiðin að skýlinu hefur lengi verið að klöngrast upp grasbrekku, sín hvorum megin við brúna, en þar hefur myndast moldarflag sem gerir uppgöngu enn óþægilegri og hættumeiri. MYNDATEXTI Aðkoman er ekki snyrtileg að skýlinu en til stendur að færa stoppistöðina. Þrenn ný undirgöng munu líta dagsins ljós er framkvæmdum lýkur og munu þau auðvelda aðgengi fyrir gangandi vegfarendur til muna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar