500.000. farþeginn

Friðrik Tryggvason

500.000. farþeginn

Kaupa Í körfu

FARÞEGUM í innanlandsflugi hefur fjölgað verulega á árinu og í gær verðlaunuðu Flugstoðir og Flugfélag Íslands 500 þúsundasta farþegann. Sá heitir Rafn Jónsson og flaug hann ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Öldu Kjartansdóttur, og Rebekku dóttur þeirra frá Þórshöfn til Vopnafjarðar, frá Vopnafirði til Akureyrar og frá Akureyri til Reykjavíkur. Á Reykjavíkurflugvelli var honum færður blómvöndur og gjafabréf fyrir tvo sem gildir í flug á einhvern af áfangastöðum Flugfélags Íslands. MYNDATEXTI Glaðningur Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, kynningarfulltrúi Flugstoða, afhendir Rafni Jónssyni og eiginkonu hans Kristínu Öldu blömvönd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar