Brynhildur Guðjónsdóttir og Atli Rafn

Brynhildur Guðjónsdóttir og Atli Rafn

Kaupa Í körfu

LEIKARAHJÓNIN Brynhildur Guðjónsdóttir og Atli Rafn Sigurðarson eru hugguleg heim að sækja, færa blaðamanni ólgandi kaffibolla úr forláta espressóvél. Vel þegið þegar inn er stigið úr -6°C. Atli leikstýrir eiginkonu sinni í hennar fyrsta leikverki, einleiknum Brák, sem frumsýnt verður á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi eftir áramót MYNDATEXTI ATLI Rafn og Brynhildur hafa oft starfað saman á leiksviði og segja vinnuna fyrir Brák hafa gengið sérlega vel, þrátt fyrir að annað hafi fengið að stjórna hinu. Atli segir það aldrei hafa verið spurningu hvort þau gætu þetta eða ekki. ,,Ég eiginlega skil ekki svona spurningu,“ segir Atli og skellihlær, á þar við þá spurningu hvernig gengið hafi að stjórna eiginkonunni. Brynhildur ber karli vel söguna, segir hann ekki aðeins frábæran leikstjóra heldur einnig afbragðskokk. ,,Ég kann ekki að þvo þvott,“ bætir Atli við til að draga úr eigin ágæti. Hann sé litblindur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar