Orðuveiting á Bessastöðum
Kaupa Í körfu
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerkjum hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri hlaut stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu, aðrir hlutu riddarakross. Þeir sem orðuna hlutu eru: Bjarni Ásgeir Friðriksson, íþróttamaður og ólympíuverðlaunahafi, fyrir íþróttaafrek og framlag til íþróttafræðslu. Björgvin Magnússon, fyrrv. skólastjóri, fyrir störf í þágu skátahreyfingar og æskulýðs. Erlingur Gíslason leikari fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og menningar. Inga Lára Baldvinsdóttir sagnfræðingur fyrir framlag til íslenskrar ljósmyndasögu og varðveislu menningararfleifðar. Ingibjörg Þorbergs tónskáld fyrir framlag til íslenskrar tónlistar. Margrét Eybjörg Margeirsdóttir félagsráðgjafi fyrir störf að félags- og velferðarmálum.Ólafur Elíasson myndlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar. Sigríður Pétursdóttir bóndi fyrir störf að ræktun íslenska fjárhundsins. Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarmaður, fyrir framlag til íslenskrar barnamenningar. Þórir Stephensen, fyrrv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, fyrir störf í þágu kirkju, sögu og samfélags.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir