Súfistinn á Laugavegi
Kaupa Í körfu
FJÖLMENNT kveðjuhóf fór fram í húsnæði Máls og menningar í gær en Súfistinn hefur hætt þar rekstri. Áætlað er að um og yfir tvö hundruð manns á öllum aldri hafi tekið þátt í kveðjuathöfninni. „Það sást blika tár á hvarmi,“ segir Hjörleifur Valsson fiðluleikari, sem sett hafði saman menningarveislu fyrir vini Súfistans á þessum tímamótum. Sagði hann mikla eftirsjá að Súfistanum í Reykjavík í hugum vina Súfistans, enda hafi ávallt ríkt þar góð stemning, þar sem bókabúðin veitti kaffihúsinu skemmtilega umgjörð. Meðal þeirra sem þátt tóku í kveðjuathöfninni voru séra Hjálmar Jónsson, en hann stýrði sálmasöng viðstaddra í táknrænni útför. Í samtali við Morgunblaðið segir Birgir Finnbogason, eigandi Súfistans, að sig langi til þess að koma upp menningarhúsi undir Súfistann í Reykjavík þar sem áhersla verði á menningartengda viðburði og kaffidrykkju en ekki bjórþamb. Hann segist því opinn fyrir öllum hugmyndum um nýtt húsnæði.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir