Flugfarþegar frá Kanaríeyjum

Steinunn Ásmundsdóttir

Flugfarþegar frá Kanaríeyjum

Kaupa Í körfu

ÁSTANDIÐ um borð var hræðilegt, allir öskrandi og litla stúlkan mín, tveggja ára, ældi yfir sig alla, segir Lilja Björk Eysteinsdóttir, sem var ásamt fjölskyldu sinni um borð í Icelandair-þotunni sem tvívegis reyndi að lenda í Keflavík í fyrrakvöld án árangurs vegna mikilla sviptivinda. Farþegar urðu flestir mjög hræddir enda lætin í veðrinu mikil og tala um að flugmenn hefðu mátt verja örfáum sekúndum í að segja þeim að vélin væri ekki að nauðlenda, heldur væri í lagi með hana. Þær upplýsingar hafi ekki komið fyrr en vélinni var snúið til Egilsstaða. MYNDATEXTI Lilja Björk Eysteinsdóttir hjálpar Kristjönu dóttur sinni í lánsflíkur á Hótel Héraði í gær, enda hafði sú stutta gubbað yfir sig alla við lætin í flugvélinni yfir Keflavíkurflugvelli og farangur fjölskyldunnar víðs fjarri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar