Mjólk

Skapti Hallgrímsson

Mjólk

Kaupa Í körfu

SÖLU mjólkur í tveggja lítra fernum var hætt um áramót. Síðustu ár hefur einungis verið pakkað í slíkar umbúðir á Akureyri en Sigurður R. Friðjónsson mjólkurbússtjóri MS í bænum segir mjög hafa dregið úr sölu tveggja lítra ferna. Hann kveðst ekki hafa orðið var við mikla óánægju vegna þessa. Stóru fernurnar hafi mest verið keyptar í skóla, leikskóla, mötuneyti og skip, en viðkomandi kaupi í síauknum mæli 10 lítra kassa. Sigurður er vinstra megin á myndinn og við hlið hans Jón Ingi Guðmundsson verkstjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar