Þrettándagleði við Melaskóla

Þrettándagleði við Melaskóla

Kaupa Í körfu

MARGT var um manninn og mikið líf og fjör þegar jólin voru kvödd í gær á þrettándanum með brennum víða á höfuðborgarsvæðinu. Brennurnar voru í Gufunesi, í Vesturbænum og við Úlfarsfell í Reykjavík og einnig á Seltjarnarnesi, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Í Gufunesi var farið í blysför frá gamla Gufunesbænum og þar og víðar var efnt til flugeldasýningar. Þjóðtrúin segir að þrettándi jólasveinninn hafi haldið til fjalla í gær en þá tala kýr tungu manna, selirnir fara úr hömum sínum og álfar flytjast búferlum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar