Erla Þórðardóttir

Guðrún Vala

Erla Þórðardóttir

Kaupa Í körfu

Akranes | Fyrir fimmtíu og fimm árum fæddist lítil stúlka á Goddastöðum í Laxárdal í Dölum. Hún var yngsta barn og einkadóttir hjónanna Þórðar Eyjólfssonar og Fanneyjar Guðmundsdóttur. Stúlkan, sem fékk nafnið Erla, var sextán merkur þegar hún fæddist en fljótlega kom í ljós að hún dafnaði ekki sem skyldi. Sex mánaða gömul var hún orðin mikið veik og ekki nema þrettán merkur. Þá var hún send suður á barnadeildina á Landakoti þar sem hún var næstu árin og vart hugað líf. En Erla lifði af og er í dag búsett á Akranesi ásamt Guðmundi Gunnarssyni eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún sagði fréttaritara frá því hvernig var að alast upp sem langveikt barn á þessum árum MYNDATEXTI Erla Þórðardóttir með Kára sinn og kjól af sér, sem mamma hennar saumaði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar