Sandfok

Alfons Finnsson

Sandfok

Kaupa Í körfu

Rif | Frá því að jarðvegsframkvæmdir við væntanlega vatnsverksmiðju sem Icelandic Glacer Product hófust síðastliðið sumar hefur sandfok verið íbúum Rifs til vandræða og valdið skemmdum á húsnæði og bifreiðum. Ægir Ingvarsson, íbúi á Hafnargötu 12 í Rifi, segir í samtali við Morgunblaðið að um ófremdarástand sé að ræða. Í suðaustanátt hreinlega rignir sandi yfir húsið hjá mér og hefur sandfokið valdið skemmdum á klæðningu og gluggum hússins auk þess sem bílar hafa skemmst á lakki og rúðum. Ég hef þurft margsinnis að þrífa allt húsið að utan vegna þess að það er orðið svart af sandi MYNDATEXTI Óþrifnaður Ægir Ingvarsson er búinn að þrífa hálfa framhlið húss síns á Rifi. Hinn helmingurinn ber greinileg merki sandfoksins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar