Egill Skallagrímsson

Friðrik Tryggvason MBL

Egill Skallagrímsson

Kaupa Í körfu

Uundanfarin ár hefur mikið umrót verið í heildsölu- og matvælaframleiðslugeirunum hér á landi og má sem dæmi nefna að fyrir tíu árum voru um fimmtíu heildsölur starfandi á Íslandi með matvöru en nú eru fjórar heildsölur leiðandi. Um áramótin síðustu varð til næststærsta matvælafyrirtæki landsins þegar Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Danól runnu saman undir nafninu Ölgerðin. Vörutegundir hins sameinaða fyrirtækis verða um 5-6.000 talsins og hafa stjórnendur sett sér það markmið að vera ætíð í fyrsta eða öðru sæti yfir markaðshlutdeild í þeim vöruflokkum sem félagið er með í sölu. Starfsmenn hins sameinaða fyrirtækis verða um 260 talsins og ársvelta um tíu milljarðar króna. MYNDATEXTI Bjartsýnir Þeir Októ Einarsson og Andri Þór Guðmundsson eru bjartsýnir á framtíð Ölgerðarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar