Fæðingardeildin

Fæðingardeildin

Kaupa Í körfu

ÞAÐ VAR handagangur í öskjunni á kvennadeild Landspítalans frá miðnætti á miðvikudag til miðnættis á fimmtudag en þá fæddust hvorki fleiri né færri en tuttugu börn sem er metfjöldi á einum sólarhring. Að meðaltali fæðast um 8-9 börn á sólarhring og var því um sannkallaða sprengingu að ræða. Gamla metið, sem er nokkurra ára gamalt, var nítján börn. MYNDATEXTI Fjölskyldan stækkar Þær Sylvía og Karen voru ánægðar með að sjá mynd af nýrri lítilli systur sinni í gær en hinn nýbakaði faðir, Styrmir Guðmundsson, var ekki síður glaður eftir að hafa séð dóttur sína á fæðingardeildinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar