Nýr borgarstjórnarmeirihluti

Nýr borgarstjórnarmeirihluti

Kaupa Í körfu

NÝR meirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista var myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur í gær. Ólafur F. Magnússon, oddviti F-listans, verður borgarstjóri Reykjavíkur en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, mun taka við embættinu þegar sá tími sem eftir er af kjörtímabilinu er hálfnaður. Um ástæðu stjórnarskiptanna sagði Ólafur í gærkvöldi að málefni F-listans hefðu ekki náð fram að ganga í starfi fyrri meirihluta og að flokkurinn hefði ekki fengið fulltrúa í nefndum í samræmi við atkvæðahlutfall. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði fagnaðarefni að tekist hefði að mynda nýjan meirihluta. Þetta væri „góður og traustur meirihluti“. Fjórmenningarnir sem stóðu að myndun fyrri meirihluta eru allir afar ósáttir við framgöngu Ólafs í málinu. Hafna þau því með öllu að málefnalegur ágreiningur hafi verið á milli Ólafs og annarra borgarfulltrúa meirihlutans. Dagur B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóri, segir að Ólafur hafi ekki látið neina óánægju í ljós við aðra í meirihlutanum. Svandís Svavarsdóttir segir kjósendur mega vænta ávaxtar góðs samstarfs félagshyggjufólks í Reykjavík, eftir tíðindin í gær. Hver hann verði muni skýrast. Mér finnst afar gott að finna kraftinn í okkar hópi og okkar sameinaða hópi félagshyggjufólks í Reykjavík og ég hef væntingar til þess að það góða samstarf eigi eftir að ala af sér ávöxt og jafnvel einhvern óvæntan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar