Ómar Ómar

Ómar Ómar

Kaupa Í körfu

ÞAÐ væru ýkjur að segja að hiphop-tónlistarsenan hafi verið blómleg hér á landi upp á síðkastið. Og hið sama má eiginlega segja um hiphopið almennt í heiminum í dag. Á undanförnum árum hefur það svo gott sem runnið inn í R'n B-tónlistarstefnuna (Rythm and Blues) þar sem rappið sjálft gegnir hlutverki brúar (middle eight) á milli sunginna kafla. Á hinn bóginn hafa margir bent á að hiphopið hafi ávallt verið eins konar miðflóttaafls-tónlistarstefna, þ.e.a.s. skilyrt við jaðarinn. Þar sómi hún sér best á skuggsælum stað og þar sé aðdráttarafl hennar mest. Á Íslandi myndi einn af þessum skuggsælu stöðum vera vefsíðan hiphop.is. Þar mætast fjölmargir íslenskir hiphop-aðdáendur á degi hverjum og af umræðunni þar að dæma mætti halda að tónlistarstefnan hefði aldrei verið jafnframsækin og einmitt nú.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar