Bára
Kaupa Í körfu
Grindavík | Nýir eigendur verslunarinnar Báru í Grindavík hafa verið að breyta og bæta og bjóða upp nýja þjónustu. Þeir eru staðráðnir í að rífa reksturinn upp og gera Báruna að þeirri miðstöð sem hún lengi var í Grindavík. Einar Kristinn Þorsteinsson og hjónin Heiðar Guðmundsson og Særún Lind Barnes keyptu verslunina Báru undir lok síðasta árs af Birni Haraldssyni sem hafði rekið hana í 37 ár. Árni Björn, sonur Bangsa, nefndi það við mig síðastliðið sumar að verslunin væri til sölu. Við Heiðar vorum þá á sjó saman, segir Einar Kristinn. Hann er búsettur í Barcelona á Spáni og rekur þar heildsölufyrirtæki með heilsuvörur. Hann segist hafa verið að íhuga að hefja viðskipti í gamla heimabænum, Grindavík, en vantað góðan mann með sér. Þegar þessi möguleiki hafi komið til tals milli þeirra félaga á sjónum hafi þeir ákveðið að slá til og kaupa Báruna. MYNDATEXTI Heiðar Guðmundsson og Einar Kristinn Þorsteinsson keyptu verslunina Báru og vinna að eflingu hennar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir