Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona

Kaupa Í körfu

"ÉG er enn að jafna mig eftir að hafa fengið fréttirnar. Það er gríðarlegur heiður að vera valin í A-landsliðið," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður 1. deildar liðs Hauka, við Morgunblaðið í gær. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kynnti í gær val sitt á leikmönnum fyrir leikinn gegn Slóvenum um næstu helgi og er Sara Björk eini nýliðinn í hópnum, en hún er aðeins 16 ára. Sara verður 17 ára gömul í lok september og það vekur athygli að hún var frá keppni vegna alvarlegra meiðsla frá sumrinu 2005 og þar til snemma á þessu ári. "Ég sleit krossband í hné í skólaferðalagi í 10. bekk í Hvaleyrarskóla. Ég var í einhverjum boltaleik og fékk högg á hnéð. Það tók sinn tíma að finna út úr því hvað var að mér. MYNDATEXTI: Nýliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona úr Haukum í Hafnarfirði, er aðeins 16 ára og var valin í íslenska kvennalandsliðið í gær. MYNDATEXTI: Nýliðinn - Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona úr Haukum í Hafnarfirði, er aðeins 16 ára og var valin í íslenska kvennalandsliðið í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar