Innlit

Innlit

Kaupa Í körfu

Þau eru frjáls í hugsun og segja það halda sér ungum. Ferðast líka mikið og kunna að njóta lífsins. Kristín Heiða Kristinsdóttir fór í hádegismat til litríkra hjóna í litla Skerjafirðinum og þáði dýrlegt gómsæti hjá sjálfri smurbrauðsjómfrúnni. Hörður segir að ég sé glaseygð, vegna þess að ég hef mjög gott auga fyrir fallegum litríkum glösum. En ég verð að hafa liti í kringum mig, hvort sem það er leirtauið sem ég nota, heimilið mitt, fötin mín eða skórnir mínir. Vegna þess að án lita verður allt leiðinlegra og þá hverfur fólk í myrkur, segir hin mjög svo litaglaða Marentza Poulsen sem á ótrúlega marga sérstaka og litríka skó, kjóla og glös. MYNDATEXTI Gamalt og nýtt saman Nýr sérsmíðaður sófi, forn skápur frá Danmörku, stóll frá ömmu í Færeyjum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar