Halldór Bjarki Arnarson

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Halldór Bjarki Arnarson

Kaupa Í körfu

FJÓRÐA námskeið Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna hófst 5. janúar og lýkur með tónleikum í Langholtskirkju á morgun kl. 16. 115 tónlistarnemendur skipa hljómsveitina sem Guðni Franzson stjórnar. Einleikari á horn er Halldór Bjarki Arnarson, en á efnisskránni eru þættir úr Blindingsleik eftir Jón Ásgeirsson, Konsert fyrir horn og hljómsveit eftir Franz Strauss, Sinfónía nr. 1 í C-dúr eftir Beethoven, og Flower Shower eftir Atla Heimi Sveinsson. Hljómsveitin er samstarfsverkefni tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu en nemendur 13 tónlistarskóla taka þátt í námskeiðinu. MYNDATEXTI Halldór Bjarki Arnarson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar