Húsavíkurhákarl / Helgi Héðinsson
Kaupa Í körfu
Þetta er mikið lostæti,“ sögðu þeir Helgi Benediktsson og Maríus Helgason, vel gallaðir að sjóarasið, er þeir buðu viðskiptavinum Fjarðarkaupa í Hafnarfirði upp á ilmandi Húsavíkurhákarl á sjálfan bóndadaginn. Óhætt er að segja að Húsavíkurhákarlinn hafi fyrir margt löngu „slegið í gegn“ hjá fastagestum Helga nokkurs Héðinssonar í Helguskúr, sem er að finna fyrir neðan bakkann við hlið veitingahússins Gamla bauks á Húsavík. Kunnugir segja þó að hróður hákarlsins hafi borist um Þingeyjarsýslur þverar og endilangar því margir hafi fengið beitu hjá Helga í gegnum tíðina. Hann hefur þó löngum verið talinn lítill sölumaður og því mun viljugri til að gefa en selja. Helgi, sem verður áttræður á árinu, er enn að veiða og verka hákarl og fékk ásamt Óðni Sigurðssyni fimmtán hákarla á síðasta ári. Tengdasonurinn Helgi Benediktsson og sonurinn Maríus Helgason hafa nú unnið að því að koma þessari afurð Helga á höfuðborgarsvæðið svo brottfluttir Þingeyingar sem og aðrir sunnanmenn fái líka notið þessa lostætis, sem selt verður sem Húsavíkurhákarl í versluninni Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, enda er góður hákarl auðvitað bráðnauðsynlegur í öllum góðum þorraveislum, að sögn Helga MYNDATEXTI Hákarlaverkandinn Helgi Héðinsson verður áttræður á árinu og er enn að.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir