Þursarnir Þórður og Egill

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Þursarnir Þórður og Egill

Kaupa Í körfu

HINN íslenski Þursaflokkur er hiklaust ein frambærilegasta rokksveit Íslandssögunnar og upphaflegar tilraunir hennar með samslátt rokks og íslenskrar alþýðutónlistar með tilkomumeiri afrekum hérlendrar dægurtónlistar. Þursarnir snúa aftur hinn 23. febrúar næstkomandi og halda hljómleika í Laugardalshöllinni ásamt Caputhópnum og um líkt leyti verða allar plötur Þursa endurútgefnar í glæsilegum safnkassa sem inniheldur að auki sextán áður óútgefin lög. Lesbók tók tvo Þursa, þá Egil Ólafsson og Tómas Tómasson tali vegna þessa. MYNDATEXTI Harkið Þórður keypti tvo fimmtíu kílóa kartöflupoka, frekar en einn, til að eiga örugglega eitthvað í soðið einn veturinn, segir Egill og Tómas bætir við að reglubundið hafi þeir félagar farið heim til Þórðar í fátækrakássu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar