Hugrún Elvarsdóttir

Hugrún Elvarsdóttir

Kaupa Í körfu

Hugrún Elvarsdóttir, 13 ára skíðakona úr Breiðabliki, er án efa ein efnilegasta íþróttamanneskja landsins í dag. Hún vann um daginn Reykjavíkurmótið á skíðum, bæði í svigi og stórsvigi en gat því miður ekki orðið Reykjavíkurmeistari þar sem hún er búsett í Garðabæ, hún var í fyrra Íslandsmeistari á skíðum, hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari í fótbolta með liði sínu, Stjörnunni, og í fyrra ákvað hún að taka þátt í Glitnishlaupinu, 10 kílómetrum, þrátt fyrir að hafa aldrei æft hlaup áður og hafnaði þar í öðru sæti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar