Skautastelpur

Skautastelpur

Kaupa Í körfu

Auðvitað er svolítið stressandi að keppa á svona stóru móti, þarna verða yfir sextíu keppendur og sumir af bestu skauturum heims þar á meðal. Krakkarnir eru frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku auk okkar íslensku stelpnanna, en við erum fimm héðan sem tökum þátt í mótinu. Við ætlum bara að hafa gaman af þessu og það er frábært að Norðurlandamótið skuli núna vera á Íslandi. Gott að vera á heimavelli, segja þær Dana Rut Gunnarsdóttir, Helga Jóhannsdóttir og Íris Lóa Eskin sem keppa fyrir Ísland í flokki 10-15 ára. MYNDATEXTI: Svífandi Fulltrúar Íslands, þær Íris, Dana og Helga eru glæsilegar þar sem þær þeytast um á svellinu og fipast ekki hið minnsta þrátt fyrir að vera á fleygiferð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar