Haraldur Sveinbjörnsson

Valdís Þórðardóttir

Haraldur Sveinbjörnsson

Kaupa Í körfu

Ég myndi gjarnan vilja mæla með plötunni Till The Sun Turns Black með bandaríska söngvaskáldinu Ray Lamontagne. Platan er önnur plata listamannsins og er frá árinu 2006, en ég keypti hana í fyrra og kolféll fyrir henni. Tónlistin á plötunni er ljúf, innileg og laus við tilgerð; hljóðfæraskipan er oftar en ekki einföld og rám rödd Lamontagne fellur vel að lögunum sem oftar en ekki sækja innblástur í sálartónlist sjöunda áratugsins. Hún fer oftast á fóninn hjá mér eftir langan vinnudag. Sérstaklega bendi ég á eina ósungna lag plötunnar Truly, Madly, Deeply sem er byggt á ákaflega einföldu gítarstefi, en hjálpar jafnvel þeim allra stressuðustu að slaka á. Www.raylamontagne.com Www.myspace.com/raylamontagne Haraldur V. Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga MYNDATEXTI Haraldur Hann mælir með Till The Sun Turns Black með bandaríska söngvaskáldinu Ray Lamontagne sem hann segir ljúfa, innilega og lausa við tilgerð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar