Viðskiptaþing á Nordica Hilton

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Viðskiptaþing á Nordica Hilton

Kaupa Í körfu

MENNTASTYRKIR til fjögurra nema í framhaldsnámi á háskólastigi, í greinum sem tengjast atvinnulífinu með beinum hætti, voru veittir á Viðskiptaþingi á Hilton Nordica-hótelinu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti styrkina. Að þessu sinni voru styrkþegar fjórir talsins, tveir valdir af framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs og tveir af ráðgjafarnefnd Námssjóðs um upplýsingatækni. 48 styrkumsóknir bárust og hafa þær aldrei verið fleiri. Undanfarin ár hafa styrkirnir verið þrír. Í ár voru þeir fjórir, 350.000 krónur hver, vegna sterkrar stöðu sjóðanna og mikilla gæða styrkumsókna, eins og fram kom í máli Þorgerðar Katrínar. Styrkina hlutu þau Magnús Þór Torfason, doktorsnemi í viðskiptafræði við Columbia-háskóla í New York, Georg Lúðvíksson, MBA-nemi við Harvard Business School, Bjarney Sonja Ólafsdóttir, meistaranemi í engineering management við tækniháskólann í Vínarborg, og Guðmundur Árni Árnason, MBA- og MS-nemi í upplýsingatækni við Bentley College í Boston. Styrkir Sonju og Guðmundar voru á sviði upplýsingatækni MYNDATEXTI Menntamálaráðherra ásamt aðstandendum styrkþeganna, sem eru allir við nám erlendis og komust ekki á Viðskiptaþingið að þessu sinni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar